Afmæli skólans

Það var líf og fjör á afmælisdegi skólans í vikunni. Nemendur skólans tóku virkan þátt í að skipuleggja daginn og ákveðið var að hafa opið hús og mynda kaffihúsastemmningu. Yngri nemendur voru með poppvél og sælgæti og eldri buðu upp á smákökur og ávexti. Einnig voru tertur í boði sem...

Jól í skókassa

Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst...

Vikan framundan

Mánudagur 30.október - Jólakassarnir tilbúnir. Sjá mynd á heimasíðu Miðvikudagur 1. nóvember - Foreldrafundur með foreldrum barna í 7.bekk Fimmtudagur 2. nóvember - smiðjur á Flúðum hjá miðstigi. Aðalfundur foreldrafélagsins á Teams kl.20

Framundan

Þriðjudagur 24. október - Kvennaverkfall. Skólinn lokaður. Miðvikudagur 25.október - Síðasti danstíminn. Fimmtudagur 26.október - Leikholt hér fram að hádegi. Skiladagur fyrir skókassana. Föstudagur 27.október - Hrekkjavaka í skólanum. Það má mæta í búningum , verður ball og sprell í skólanum.

Kvennaverkfall

Starfsmenn Þjórsárskóla ætla að sýna samstöðu við kvennabaráttuna og leggja niður störf þriðjudaginn 24.október. Því verður ekki skóli þann dag.

Bleikur dagur á föstudaginn

Á bleika deginum eru landsmenn hvattir til að klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og tókum þátt í deginum.  

Sumarlestur

Í sumar var tólfta árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en meirihluti nemenda í skólanum tóku þátt, sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera duglega að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem...

Vetrarfrí

Við minnum á vetrarfrí í næstu viku. Það er ekki skóli fimmtudag og föstudag 12. - 13.október.

Miðstig – Smiðjur

Þá er fyrsta smiðju skólaársins lokið, en hún var haldin fimmtudaginn 14.september í Kerhólsskóla á Borg. Er þetta í fyrsta skiptið sem við tökum þátt og gátum við ekki séð annað en að krakkarnir höfðu gaman af. Fjórar stöðvar voru í boði að þessu sinni og var krökkunum okkar skipt...

Vikan framundan

Fimmtudagur 28.september - Skóla lýkur á hádegi vegna kennaraþings. Föstudagur 29. september - Kennaraþing, enginn skóli Þriðjudagur 3.október - Foreldradagur. Nemendur í 2.-7.bekk koma í foreldraviðtal með foreldrum sínum. Ekki viðtöl hjá 1.bekk. Fimmtudagur 5.október - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk fram að hádegi.