5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti. Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur. Við byrjuðum á því...
Ferð nemenda í 6. og 7. bekk á Reyki
Þessa vikuna eru nemendur í 6. og 7. bekk skólans á Reykjum. Allt gengur ljómandi vel og við fáum síðan ferðasögu eftir helgi.
Leikhópurinn Lotta
Miðvikudaginn 6. apríl var nemendum í 1.-4. bekk boðið að koma á leiksýningu í Leikholt, hjá Leikhópnum Lottu. Þar sýndu ævintýrapersónurnar Hrói Höttur, Þyrnirós og Bárður okkur brot af því besta úr ýmsum leiksýningum og mikið var um gleði söng og sprell. Eftir sýninguna fengu börnin að knúsa sína uppáhalds...
Gleðilega páska
Óskum ykkur öllum gleðilegra páska. Hlökkum til að sjá ykkur aftur þriðjudaginn 29. mars. Kveðja frá starfsfólki skólans
Árshátíð Þjórsárskóla 2016 – Indjánar og Íslendingar „ ekkert fólk“.
Föstudaginn 11. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var hún helguð indjánum og landnemum. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var í aldursblönduðum hópum á stöðvum í viku fyrir árshátíðina. Stöðvarnar voru: búningagerð, höfuðskraut og skart, veggmyndir og sviðsmynd. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...
Árshátíð 2016
Árshátíðin hefst kl 20:00 í Árnesi. Nemendur verða sóttir með skólabíl, akstur hefst kl 17:00 .
Öskudagurinn 2016
Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi. Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að...
Skauta og menningarferð
Miðvikudaginn 3. febrúar fórum við í skauta og menningarferð til Reykjavíkur. Við byrjuðum í Egilshöll þar sem farið var á skauta. Allir voru duglegir að æfa sig, sumir fóru í íshokkí, aðrir í leiki. Við áttum góða stund saman og þegar búið var að skauta fengu allir pítsur. Þá var...
Skákfréttir
Í gær var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendum skólans var skipt í tvo hópa, eldri og yngri. Teflt var á 8 borðum í eldri deild...
Foreldrasamtöl
Foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 21. janúar, enginn kennsla.