Valgerður og Tryggvi komu í heimsókn í skólann og fræddu okkur um skólahald þegar þau voru lítil. Nemendur voru vel undirbúnir og höfðu margar spurningar fyrir þau. Þetta er hluti af grænfána verkefni okkar, átthagafræðslu.
Skákmót
Skákfréttir Fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendur í 3. – 7. bekk hafa verið í skákkennslu einu sinni í viku í vetur....
Þorrinn – kynning á þorramat
Veðrið þessa dagana minnir alls ekki á kvæði Kristjáns Fjallaskálds: Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð kveðjur kuldaljóð Kári í jötunmóð. Nú hafa kennarar frætt nemendur í öllum bekkjum skólans um þorramat og boðið þeim að smakka. Nemendur eru mishrifnir en sumir borða með bestu lyst....
Aðventukvöld
Annan sunnudag í aðventu vorum við með hið árlega aðventukvöld skólans. Þetta árið var skemmtunin í Árnesi þar sem börnin sungu jólalög og léku helgileik fyrir gesti. Fermingarbörn voru einnig með upplestur og kirkjukórinn söng nokkur lög. Fallegt kvöld sem hjá mörgum í sveitinni er orðinn fastur liður í undirbúningi...
Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 16. nóvember með skemmtun í Árnesi. Nemendur sungu, fóru með ljóð um náttúruna og Þjórsárskóli tók á móti Grænfánanum í 7 skipti. Í lokin var síðan danssýning þar sem nemendur skólans sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í danstímum hjá Silju í...
Jól í skókassa 2016
Árlega tekur Þjórsárskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....
Vetrarfrí og starfsdagur
Mánudagurinn 17. október og þriðjudaginn 18. október er vetrarfrí og enginn skóli. Miðvikudaginn 19. október er starfsdagur og enginn skóli. Fimmtudagur 20. október - venjulegur skóladagur.
Námsferð starfsfólks skólans
Starfsfólk Þjórsárskóla er að fara í námsferð til Noregs föstudaginn 14. okt. Við fengum styrk frá Erasmus til fararinnar. Tilgangur ferðarinnar er að skoða og fræðast um útiskóla og útikennslu. Við dveljum í Osló. Við munum heimskækja skóla þar sem heitir Markaskolen og vera þar úti í heilan dag. Svo...
Hjóladagurinn
Þriðjudaginn 27. október var hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Við vorum heppin með veður, það var bjart en dálítið hvasst. Nemendur komu til baka rjóðir í kinnum en með bros á vör.
Sumarlestur
Met þátttaka var í sumar en rúmlega 90 % nemenda í 1-7. bekk tóku þátt. Fyrstu vikuna í september voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í lestarátakinu. Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal, medalíu og sundpoka með glaðningi í. Einnig fékk bókasafn skólans bókakassa að gjöf. Við þökkum styrktaraðilum okkar;...