Vistheimt 5.-7.bekkur

Vistheimt 5.-7.bekkur

Föstudaginn 29. sept. hélt 5. 6. og 7. bekkur á Skaftholtsfjall.  Fulltrúi Landgræðslunnar Anna Sigríður Valdimarsdóttir hitti okkur þar.  Við skoðuðum tilraunareitina sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár.  Við tókum upp tepoka sem við höfðum sett niður síðasta vor.  Tepokarnir verða sendir erlendis til rannsóknar og hvernig niðurbrot er í þeim.  Gengið var á fjallið og heim aftur.