Náttúrufræðikennsla í 5.-7. bekk

Náttúrufræðikennsla í 5.-7. bekk

Friðjón Jónsson sjómaður kom til okkar í 5.-7. bekk með ýmislegt sjávarfang. Hann var með fyrirlestur um fiska og lífið á sjónum. Krakkarnir tóku vel á móti honum og voru frábær í að spyrja hann. Þau fengu svo að handfjatla fiskana, kryfja þá og skoða innyflin.