Nú er lokið skáklotu sem stóð yfir í 3 vikur hjá nemendum í 1. – 7. bekk. Endaði hún á skákmóti innan kennsluhópanna. Á myndunum má sjá nemendur í fyrstu 5 sætunum í hverjum hóp. Þeir sem voru stigahæðstir fengu verðlaunagrip. Umsjón með skáklotunni hafði Lilja Loftsdóttir.
Hálka
Engin akstur og skóli í dag vegna hálku.
Óveður
Vegna veðurs verða nemendur keyrðir heim kl 12:00.
Vikan framundan
Fimmtudagur 31. janúar - Leiklistarlota hefst. Umsjón: Halla Guðmundsdóttir.
Útinám 3.- 4. bekkur
Þegar frosthörkur verða miklar þá er erfitt fyrir litlu smáfuglana að finna sér æti. Nemendur í 3.-4. bekk eru í útivist einu sinni í viku með Selmu kennara og hafa þau nýtt tímann í að búa til fuglafóður með kókosolíu og fræjum. Úti í 9 stiga frosti söfnuðust börnin saman...
Skólalok kl. 12 í dag mánudaginn 21. janúar
Vegna veðurspár verða nemendur keyrðir heim kl. 12 í dag
Vikan framundan
Þriðjudagur 15. janúar - Sund fellur niður. Miðvikudagur 16. janúar - Enginn kennsla. Foreldrar mæta með börn sín í viðtal til umsjónarkennara.
Síðustu dagar fyrir jól
Síðustu dagar hafa verið fjölbreyttir og mikið um uppbrot og skemmtilegheit. Jólahringekja var síðasta miðvikudag en þar unnu nemendur unnu í aldursblönduðum stöðvum þar sem áhersla var á sköpun og gleði. Kirkjurnar á Stóra - Núpi og Ólafsvöllum voru heimsóttar á fimmtudaginn, Tónlistarskóli Árnesinga var með uppákomur og alla dagana voru...
Dagar í desember
10. desember - Tónlistarskólinn í heimsókn í 1. og 2.bekk 11. desember - 7. bekkur með upplestur í morgunkaffinu 12. desember - Jólahringekja. Ýmis konar föndur. 13. desember - Kirkjuheimsóknir 18. desember - Jólamatur 19. desember - Litlu jólin frá kl. 10-12
Jólahúfudagur
Föstudaginn 7. desember var jólahúfudagur í Þjórsárskóla. Hér eru nokkrar myndir af jólasveinunum okkar.