Allur skólinn fór upp á Skaftholtsfjall 2. október í góðu veðri. Nemendur unnu að landgræðsluverkefnum, mismunandi eftir aldri. Yngri nemendur dreifðu úr rúllur sem landbótafélagið útvegaði okkur og skít á víðiplöntur. Elsti hópurinn skoðaði og skráði gróður í tilraunareitunum. Í alla staði vel heppnuð ferð.
Vikan framundan
Þriðjudagurinn 1. okt. Brautarholtssund hjá 6.-7. bekkur Miðvikudagurinn 2. okt. landgræðsluferð eftir hádegi
Vikan framundan
Mánudagur 23. september - Foreldradagur. Þriðjudagur 24. september - Foreldrafélagsfundur kl. 20. Fimmtudaginn 26. september - Samræmd próf í 4. bekk: íslenska.. Föstudagur 27. september - Samræmd próf í 4. bekk: stærðfræði.
Uppskera
7. bekkur tók upp karteflur í síðustu, viku sem þau settu sjálf niður í vor. Karteflurnar eru ræktaðar úr moltu sem unnin er úr lífrænum úrgangi úr skólanum. Nemendur nota hluta af uppskerunni í heimilisfræði en meirihlutinn fer í mötuneyti skólans og er borðaður í hádeginu.
Vikan framundan
Fimmtudagur 19. september - Samræmd próf í íslensku 7. bekkur Föstudagur 20. september - Samræmd próf í stærðfræði 7. bekkur Mánudagur 23. september - Foreldraviðtöl 2.-7.bekkur. Enginn skóli.
Hjóladagurinn
Miðvikudaginn 11. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur hjóluðu í endurskinsvestum og létu haustrigninguna ekki trufla sig....
Vikan framundan
Þriðjudagur 3.september - Brautarholtssund 6. og 7.bekkur Stefnt er að hjóladegi í næstu viku. Nánari upplýsingar koma síðar.
Skólabyrjun
Þjórsárskóli var settur miðvikudaginn 21. ágúst. Eftir skólasetningu var kynning á námsefni og áherslum vetrarins í bekkjarstofum barnanna. Þetta skólaárið eru 46 nemendur í skólanum. Í annarri vikunni af skólanum var farið í hina árlegu útilegu. Veðrið var okkur hins vegar ekki hliðhollt og það rigndi mikið. Því var ákveðið...
Útilegan
Okkar árlega útilega er fimmtudaginn 29. ágúst til föstudagsins 30. ágúst Foreldrar eru velkomnir með í ferðina. Gott væri að vita hvort þið hafið tök á að aðstoða okkur í útilegunni, hvort sem er með að lána tjöld, tjalda eða vera með okkur. Veðurspáin er hagstæð og hlökkum við til ferðarinnar.
Skólasetning 21. ágúst kl. 14
Skólasetning Þjórsárskóla verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 14-15. Þá koma foreldrar með börnum sínum, skólastjóri setur skólann og síðan verða stuttar kynningar í skólastofum. Enginn skólaakstur þennan dag. Búið er að setja skipulagið á skólaakstri inn á heimasíðuna, undir flipanum skólaakstur, hér til hliðar.