Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 4. desember. Veðrið var stillt og fallegt og nýfallinn snjór yfir öllu. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatré og sungum jólalög. Síðan fórum við á jólastöðvar í ratleik og þrautir þar sem þemað...
Vikan framundan
Þriðjudagur 3. desember - Brautarholtssund 6. og 7. bekkur Miðvikudagur 4. desember - Jólaferð í skóginn Fimmtudagur 5. desember - Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk fram að hádegi.
Aðventuhátíð
Fyrsti sunnudagur í aðventu var 1.desember og þá tókum við þátt í árlegri skemmtun í Árnesi. Þar léku börnin helgileik og sungu lög sem þau hafa verið að æfa í tónmennt. Einnig sungu þau Fögur er foldin með kirkjukórurum í sveitinni. Sóknarnefndin bauð síðan gestum upp á kaffiveislu. Hátíðleg stund...
Aðventuhátíð í Árnesi
Sunnudaginn 1. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu og að því tilefni verður aðventuhátíð í Árnesi kl. 15. Hefð er fyrir því að nemendur skólans taki þátt þennan dag, bæði í söng og helgileik. Umsjónarkennarar munu senda póst með frekari upplýsingum um viðburðinn.
Vikan framundan
Mánudagur 25/11 - 7. bekkur fer inn í Þjórsárdag. Þriðjudagur 26/11 - 7. bekkur í Flúðaskóla fyrir hádegi. Fimmtudagur 28/11 - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk. Föstudagur 29/11 - Æfing fyrir aðventuhátíðina í Árnesi. Sunnudagur 1/12 - Aðventuhátíð í Árnesi kl. 15.
Vikan framundan
Þriðjudagur 19. nóvember - Skólaráðsfundur kl. 15:15 Miðvikudagur 20. nóvember - SIgríður hjúkrunarfræðingur hér Fimmtudagur 21. nóvember - Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk
Dagur íslenskrar tungu
Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan fimmtudaginn 14. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður Þórarni Eldjárn. Flutt voru vísur og kvæði og að lokum var söngur undir stjórn Guðmundar Pálssonar. Í haust fengu nemendur danskennslu frá Silju Þorsteinsdóttur í 10 vikur. Þemað var Michael Jackson. Það er búið að...
Vikan framundan
Þriðjudagur 12. nóvember - Starfsdagur kennara. Nemendur í fríi. Fimmtudagur 14. nóvember - Hátíð í Árnesi í tilefni Dags íslenskrar tungu. Hefst kl. 13. Allir velkomnir.
Það er gaman að gleðja aðra
Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar...
Vikan framundan
Þriðjudaginn 5. nóv: Brautarholtssund hjá 6.-7. bekk Miðvikudaginn 6. nóv. Tónlistarskóli Árnessyslu kemur í 1.-2. bekk Fimmtudaginn 7. nóv. Skáklotan byrja. föstudaginn 8. nóv. baráttudagur gegn einelti.