Skipulag fyrir 14. apríl til 17. apríl{phocadownload view=file|id=375|target=s} Skipulag fyrir 20. apríl til 30. apríl{phocadownload view=file|id=374|target=s} Starfsmenn Þjórsárskóla hafa unnið að breytingum á skipulagi skólastarfsins vegna Covid-19 og má sjá það hér: {phocadownload view=file|id=372|target=s} Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tölvupósti frá skólanum í vikunni þar sem breytingar geta orðið á...
Breytingar á skólastarfi
Vegna aðstæðna í samfélaginu og samkomubanns getur skólastarfið ekki verið með sama hætti og áður. Við höfum sett niður skipulag fyrir vikuna og verður helmingur nemenda í skólanum í einu. Þriðjudagur: Nemendur verða í skólanum frá þessum bæjum/stöðum: Ásólfstaðir, Hagi, Ásar, Laxárdalur, Steinsholt, Glóruhlið, Árneshverfi, Bjarkarlaut, Knarraholt, Hæll, Þrándarholt og...
Vikan framundan
Þriðjudagur 3. mars - Stóra upplestrarkeppnin í Árnesi kl. 14. Föstudagur 6.mars - Undirbúningur fyrir árshátíð byrjar.
Öskudagur
Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10.30 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi. Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að útbúa...
Vikan framundan
Mánudagur 24. febrúar - Bolludagur, nemendur mega koma með bollu með morgunkaffinu. Upplestrarkeppnin 7.b. innan skólans. Þriðjudagur 25.febrúar - List fyrir alla Miðvikudagur 26. febrúar - Öskudagur. Nemendur mæta í búning og fara heim á hádegi
Forritunarkennsla 6.-7.bekkur
Nemendur hafa undanfarna daga fengið kennslu á grunnatriðum í forritun. Kennt er í gegnum leiki og hafa nemendur nú unnið að því að búa til sína eigin leiki. Hér sjáum við Högna sem hefur farið mikið fram á stuttum tíma og er hann að kenna jafnöldrum sínum hvernig þau geti...
Næsta vika
Mánudagur 24. febrúar - Bolludagur, nemendur mega koma með bollu með morgunkaffinu. Upplestrarkeppnin 7.b. innan skólans. Þriðjudagur 25. febrúar - Tónlist fyrir alla Miðvikudagur 26.febrúar - Öskudagur. Nemendur mæta í búning og fara heim á hádegi.
Skólahald fellur niður föstudaginn 14. febrúar
Skólahald fellur niður á morgun föstudag vegna slæmrar veðurspár, en Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi um allt land. Þá minni ég á vetrarfrí og starfsdag í næstu viku, 17.-19. febrúar. Næsti skóladagur er því fimmtudaginn 20. febrúar.
Skautaferð
Annað hvert ár fer skólinn í skauta og menningarferð. Þann 5. febrúar héldum við til Reykjavíkur í þessa ferð. Við byrjuðum í Egilshöll að skauta og fórum síðan að skoða íshellana í Perlunni. Þetta var vel heppnuð ferð og nemendur til fyrirmyndar.
Vikan framundan
Þriðjudagur 11.febrúar - Tónlistarskólinn í heimsókn hjá 1.- 2.bekk. Miðvikudagur 12. febrúar - Hjúkrunarfræðingur í skólanum fram að hádegi. Fimmtudagur 13.febrúar - Skólahópur Leikholts með 1.- 2.bekk. Vetrarfrí 17. og 18. febrúar og starfsdagur 19. febrúar. Þessa daga er ekki skóli.