Sumarlestur 2020

Sumarlestur 2020

Nemendur Þjórsárskóla tóku þátt í „Sumarlestri“ og var þátttakan frábær en 39 af 45 nemendum skólans tóku þátt. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn. Að hausti er veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu.