Reglur í Þjórsárskóla við skóla byrjun 2020-2021

Reglur í Þjórsárskóla við skóla byrjun 2020-2021

Okkar húsnæði er ekki nógu stórt til að bjóða foreldrum á skólasetningu, þess vegna verður skólasetning með örðu sniði en við erum vön.

Nemendur koma með skólabíl kl 10:00 og fara heim 12:30 eins og venjulega á föstudögum. Námsefniskynningin verður seinna í haust og sjá umsjónarkennarar um hana í hverjum bekk fyrir sig.

Við ætlum að takmarka aðkomu foreldra og annara fullirðna inn í skólann til þess að byrja með, en hvetjum foreldra til að hafa samband símleiðis ef þörf er á.

Starfsmenn skólans og nemendur eru beðnir um að vera heima ef þeir eru með kvef/flensu einkenni.

Við ætlum að biðja foreldra og starfsmenn að koma með morgunnesti a.m.k. fram til 1. september. Hádegismatur verður í Árnesi eins og áður. Allir þvo hendurnar í Árnesi fyrir mat.

Við aukum áfram hreinlæti og þrif og leggjum mikla áherslu á handþvott hjá nemendum og starfsfólki skólans.

Við óskum eftir því að foreldrar sendi nemendur með pennaveski, fyrir ritföng,  til að minnka sameiginlega notkun af hlutum.

Útilega verður með öðru sniði en verið hefur, við erum vön að hafa foreldra með okkur en það er ekki hægt í ár. Það verður skógarferð á fimmtudeginum en nemendur fara heim á venjulegum tíma og koma svo aftur í skólanum á föstudeginum. Við höfum verkefni þessi daga, líkt og í útilegunni.

Þann 4. september átti að vera kennaraþing en því hefur verið aflýst. Starfsfólk skólans fer á námskeið um sérkennslu með hjálp fjarfundabúnaðar.

Annars leggum við mikla áherslu á að allir haldi ró sinni og skólahald sé sem eðlilegast. Við teljum mjög mikilvægt fyrir nemendur okkar að skóladagarnir haldist eins eðlilegir og hægt er og að öllu líði sem best. Tekið er tillit til fjarlægðar viðmiða sem sett hafa verið fyrir starfsfólk grunnskóla, þar sem það er hægt. Hver og einn er hvattur til að passa upp á sig, á sínum forsendum.  

Þá fylgjumst við áfram með nýjustu upplýsingum um Covid-19 og tökum mið af þeim í skólastarfinu hjá okkur.