Mánudagur 24. október - Harpa Hrönn talmeinafræðingur kemur í skólann. Haraldur sveitastjóri kemur og kynnir starf sitt fyrir miðstigi. Miðvikudagur 26. október - Sigga Björg hjúkrunarfræðingur hér í skólanum. Fimmtudagur 27.október - Bangsa og náttfatadagur. Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi. Verðlaun fyrir sumarlestur verða afhend. Föstudagur 28. október...
Öðruvísi dagar
Í október vorum við í tvígang með öðruvísi daga. Annars vegar var það dagur valinn af nemendafélagi skólans: Öðruvísi þú. Allir voru hvattir til að koma klæddir öfugt við það kyn sem þau skilgreina sig vera. Hins vegar tókum við í skólanum þátt í bleikum degi, sýndum samstöðu í baráttunni...
Vikan framundan
Fimmtudagur 20. október - Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi. Skáld í skóla, Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson koma til okkar með dagskrá. Föstudagur 21. október - Guðný María námsráðgjafi kemur í skólann.
Göngum í skólann
Þjórsárskóli tók í ár þátt í Göngum í skólann verkefninu á vegum ÍSÍ. Verkefnið hófst hjá okkur 14. sept og stóð til 5. október. Þar sem flestir nemendur skólans koma með skólabíl í skólann var verkefnið útfært á þann veg að nemendur gengu fyrir fram ákveðna leið í fyrstu frímínútum hvers dags alla daga vikunnar, nema helgar. Verkefnið stóð í 3 vikur hjá okkur og fléttuðum við inn í þetta hjóladaginn og landgræðsluferðina, en þá ganga nemendur upp á Skaftholtfjall sem er í nágrenni skólans. Nemendur í Þjórsárskóla eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra þátttöku og til að halda upp á það var nemendum boðið upp á ávaxta og grænmetishlaðborð í lok verkefnisins.
Vikan framundan
Fimmtudagur 13. október - Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi Föstudagur 14. október - Bleiki dagurinn. Landsmenn eru hvattir til þess að sýna lit og klæðast bleiku. Í vikunni förum við af stað með verkefnið Jól í skókassa. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti.
Kennaraþing
Í síðustu viku var Haustþing Kennarafélag Suðurlands, sem þetta árið var haldið á Flúðum. Opnunarfyrirlesturinn var með Bergi Ebba um þróun tækninnar og áhrif hennar á samfélagið. Síðan fóru kennararar á hin ýmsu fræðsluerindi sem þeir munu síðan nýta sér í starfi.
Vikan framundan
Mánudagur 3.október - Foreldraviðtöl Þriðjudagur 4.október - Brautarholtssund Fimmtudaginn 6. október - Skólahópur leikskólans hjá okkur Föstudagur 7. október - Öðruvísi dagar þar sem yfirheitið er "Öðruvísi þú". Allir klæða sig á einhvern hátt, öðruvísi en þeir eru vanir.
Foreldraviðtöl og kennaraþing
Minni ykkur á að kennaraþing haustsins er eftir hádegi á fimmtudaginn og allan föstudaginn. Nemendur eru keyrðir heim kl. 11:55 á fimmtudaginn og það er ekki skóli á föstudaginn. Foreldraviðtöl verða á mánudaginn, nemendur í 2.-7.bekk koma með foreldrum sínum í viðtöl hjá umsjónarkennurum.
Tónleikar í Árnesi
Fimmtudaginn 22.september fengu nemendur í 3.-7.bekk Sinfoníuhljómsveit Suðurlands í heimsókn. Fyrst voru hljóðfærin kynnt og síðan var flutt tónverkið: Stúlkan í turninum.
Vikan framundan
Mánudagurinn 26.september – Opnað fyrir foreldraviðtöl í Mentor Miðvikudagur 28.september – Hjúkrunarfræðingur kemur og bólusetur nemendur í 7.bekk. Fimmtudagur 29.september – Kennaraþing eftir hádegi. Nemendur fara heim með skólabílum 11.55. Föstudagur 30.september – Kennaraþing. Ekki skóli. Mánudagur 3.október – Foreldraviðtöl. Nemendur í 2.-7.bekk mæta í viðtöl með foreldrum sínum. Viðtöl...