Vikan framundan

Mánudagur - Frídagur Þriðjudagur - 6. og 7. bekkur fer á Reyki Miðvikudagur - Hjálmafræðsla hjá 1.-2.bekk Fimmtudagur - Skólahópur Leikholts hér  

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 27.apríl var Stóra upplestrarkeppnin, sem að þessu sinni var haldin í Árnesi. Keppendur voru 9 talsins frá þremur grunnskólum. Okkar nemendur í Þjórsárskóla stóðu sig frábærlega vel og hnepptu öll verðlaunasætin. Eftir spennandi og jafna keppni varð Bergur Tjörvi í fyrsta sæti, Ásdís María í öðru og Snorri í...

Lífshlaupið

Á dögunum var veitt viðurkenning fyrir Lífshlaupið og fengu þeir nemendur sem höfðu hreyft sig mest flugdreka í verðlaun. Mjög góð þátttaka var hjá nemendum í 1.-4.bekk. Það var Freyr Leó í 2.bekk og Agnes Día í 3.bekk sem hlutu viðurkenninguna í ár en þau hreyfðu sig samtals í meira...

Vikan framundan

Þriðjudagur 25.apríl - 7. bekkur á Flúðir í skólaheimsókn Fimmtudagur 26.apríl - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk. Stóra upplestrarkeppnin í Árnesi kl. 13. Bekkjarkvöld hjá 3.-4.bekk frá kl. 14.30-16.30.  

Vikan framundan

Miðvikudagur 19. apríl - Bólusetning fyrir 7.bekk. Miðstigsgleði á Flúðum frá kl. 17-20. Fimmtudagur 20.apríl - Sumardagurinn fyrsti, frídagur.

Gleðilega páska

Í dag var síðasti skóladagur fyrir páskafrí og í tilefni þess vorum við í páskalegum fötum og gerðum okkur glaðan dag. Við lok dagsins horfðum við saman á upptöku frá árshátíðinni okkar og fórum síðan út í páskaeggjaleit á skólalóðinni. Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 11.apríl. Hafið það sem...

Lögreglan – Fræðsla

Á dögunum fengu nemendur í 1.-2.bekk góða gesti, tvo lögreglumenn frá Selfossi. Þeir kynntu starf sitt, fræddu nemendur um mikilvægi þess að nota bílbelti og hjálma. Þeir gáfu sér góðan tíma til að svara hinum ýmsu spurningum nemenda og sýndu þeim lögreglubíl.    

Vikan framundan

Miðvikudagur 29.mars - 5.-7.bekkur fer á Árshátíðarsýningu Flúðaskóla eftir hádegi. Föstudagur 31.mars - Síðasti dagur fyrir páskafrí. Allir hvattir til þess að mæta í páskalegum klæðnaði. Kennsla hefst aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl.