Frábær sýning, nemendur voru mjög áhugasamir og tóku þátt í söng og dansi.
Vikan framundan
Mánudagur 20.febrúar - Bolludagur, þeir sem vilja mega hafa með sér Bollu í nesti. List fyrir alla - Gunnar og Felix koma 10.30. Þriðjudagur 21.febrúar - Sprengidagur. Brautarholtssund. Miðvikudagur 22.febrúar - Öskudagur. Þeir sem vilja mega koma í búningum. Öskudagsskemmtun fyrir hádegi. Nemendur fara heim kl. 11.55. Fimmtudagur 23.febrúar -...
Vísindasmiðja
Í síðustu viku fóru nemendur 7.bekkjar til Reykjavíkur og heimsóttu Vísindasmiðjuna. Þar lærðu nemendur meira um hljóð, rafmagn og segla auk ljóss og lita. Einnig var unnið verkefni tengt líkindum. Ferðin heppnaðist afar vel og bæði kennari og nemendur lærðu mikið með því að fikta og prófa. Vefsíða Vísindasmiðjunnar: https://visindasmidjan.hi.is/stodvar/...
100 daga hátíð
Á dögunum héldum við í 1.-2.bekk hátíð í tilefni þess að hafa verið í 100 daga í skólanum. Við teljum dagana frá skólabyrjun og æfum með því hugtök, daga, mánuði og tugi og einingar. Krakkarnir komu sjálfir með hugmynd af hátíðinni. Þau vildu hafa náttfatadag, lestur, stærðfræði og horfa á...
Framundan í skólanum
Mánudagur 13.febrúar - Vetrarfrí Þriðjudagur 14.febrúar - Vetrarfrí Miðvikudagur 15.febrúar - Starfsdagur Fimmtudagur 16. febrúar - Skólahópur Leikholt hjá okkur. 7. bekkur fer til Reykjavíkur á vísindasmiðju. Föstudagur 17. febrúar - Lilja fer með skáksveitir frá skólanum á Flúðir. Mánudagur 20.febrúar - Bolludagur, þeir sem vilja mega hafa með sér...
Tónlistarskóli Árnesinga
Tónlistarskóli Árnesinga kemur og heimsækir nemendur í 1. og 2. bekk sex sinnum á vorönn og kynnir fyrir þeim hljóðfæri. Hér er verið að kynna fyrir nemendum gítar rytmísk hljóðfæri.
Vikan framundan
Þriðjudagur 7. febrúar - Brautarholtssund Fimmtudagur 9.febrúar - Skautaferð til Reykjavíkur, allur skólinn Föstudagur 10. febrúar - Tónlistarskólinn í heimsókn hjá 1.-2.bekk
Skákmót skólans
Skákdagur Íslands var föstudaginn 27. janúar og í tilefni þess vorum við með skákmót í Þjórsárskóla á fimmtudeginum. Lilja stýrði skáklotu sem lauk með þessu móti. Úrslit eldra stig: Úrslit yngra...
Vikan framundan
Miðvikudagur 1.febrúar - Fundur með foreldrum barna í 6.-7. bekk um verðandi Reykjaferð kl. 15.30. Fimmtudagur 2. febrúar - Skólahópur Leikholts með okkur fram yfir hádegi í þemavinnu um skrímsli.
Velkominn Þorri
Á bóndadaginn 20. janúar tókum við á móti Þorra með söng og kynningu á þorramat.