Lífshlaupið

Á dögunum var veitt viðurkenning fyrir Lífshlaupið og fengu þeir nemendur sem höfðu hreyft sig mest flugdreka í verðlaun. Mjög góð þátttaka var hjá nemendum í 1.-4.bekk. Það var Freyr Leó í 2.bekk og Agnes Día í 3.bekk sem hlutu viðurkenninguna í ár en þau hreyfðu sig samtals í meira...

Vikan framundan

Þriðjudagur 25.apríl - 7. bekkur á Flúðir í skólaheimsókn Fimmtudagur 26.apríl - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk. Stóra upplestrarkeppnin í Árnesi kl. 13. Bekkjarkvöld hjá 3.-4.bekk frá kl. 14.30-16.30.  

Vikan framundan

Miðvikudagur 19. apríl - Bólusetning fyrir 7.bekk. Miðstigsgleði á Flúðum frá kl. 17-20. Fimmtudagur 20.apríl - Sumardagurinn fyrsti, frídagur.

Gleðilega páska

Í dag var síðasti skóladagur fyrir páskafrí og í tilefni þess vorum við í páskalegum fötum og gerðum okkur glaðan dag. Við lok dagsins horfðum við saman á upptöku frá árshátíðinni okkar og fórum síðan út í páskaeggjaleit á skólalóðinni. Skólinn byrjar aftur samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 11.apríl. Hafið það sem...

Lögreglan – Fræðsla

Á dögunum fengu nemendur í 1.-2.bekk góða gesti, tvo lögreglumenn frá Selfossi. Þeir kynntu starf sitt, fræddu nemendur um mikilvægi þess að nota bílbelti og hjálma. Þeir gáfu sér góðan tíma til að svara hinum ýmsu spurningum nemenda og sýndu þeim lögreglubíl.    

Vikan framundan

Miðvikudagur 29.mars - 5.-7.bekkur fer á Árshátíðarsýningu Flúðaskóla eftir hádegi. Föstudagur 31.mars - Síðasti dagur fyrir páskafrí. Allir hvattir til þess að mæta í páskalegum klæðnaði. Kennsla hefst aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 11.apríl.

Árshátíð

Árshátíðin okkar var föstudaginn 17.mars. Nemendur sýndu leik, söng og dans fyrir fullum sali af gestum. Frábær sýning, okkur öllum til sóma.

Vikan framundan

Fimmtudagur - Tónlistarskóli Árnesinga kl. 8.25 hjá 1.-2.bekk. Síðan fer 1.-4.bekkur á general prufu í Leikskólanum Leikholti fram að hádegi.  

Vikan framundan

Nú er árshátíðarvikan gengin í garð. Stundataflan er lögð til hliðar og unnið er að undirbúningi í aldursskiptum hópum. Nú erum við að vinna að sviðsmynd, leikmunun, myndum í sal og búningum, auk þess sem verið er að æfa leik og söng.  Ekki þarf að koma með skólatöskur en mikilvægt...