Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarhátíðin var haldin 15. maí hér í Þjórsárskóla  og voru það nemendur í 3. og 4. bekk sem stigu á pall og lásu, sungu og spiluðu á hljóðfæri fyrir nemendur  og gesti. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið í nokkrar vikur og voru nemendur að sýna árangur erfiðis síðustu vikna. Nemendur stóðu sig með prýði og fengu fyrir það gott lófaklapp í lokinn.