Ferð nemenda í 6. og 7.bekk á Reyki

Ferð nemenda í 6. og 7.bekk á Reyki

Nemendur í 6. og 7. bekk voru á Reykjum 2.-5. maí í frábæru veðri allan tímann. 7. bekkur í Rimaskóla var á sama tíma og unnu nemendur í blönduðum hópum fjölbreytt verkefni.  Ferðin gekk í alla staði mjög vel og nemendur okkar hér í Þjórsárskóla voru okkur og sjálfum sér til mikils sóma í öllu starfi og leik.