Öðruvísi dagar

  13. október sýndum við samstöðu og tókum þátt í bleika deginum sem var víða á landinu, tileinkaður baráttunni gegn krabbameini. 27. október var bangsa og náttfatadagur.   

Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Sumarlestur

Í sumar var fimmta árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en yfir 90% nemenda tók þátt. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir...

Náttúrufræðikennsla í 5.-7. bekk

Friðjón Jónsson sjómaður kom til okkar í 5.-7. bekk með ýmislegt sjávarfang. Hann var með fyrirlestur um fiska og lífið á sjónum. Krakkarnir tóku vel á móti honum og voru frábær í að spyrja hann. Þau fengu svo að handfjatla fiskana, kryfja þá og skoða innyflin. 

Orð vikunnar

Við í 1.- 4.bekk ætlum að vinna markvisst með að auka orðaforðann okkar í vetur. Lögð eru inn 3 orð á viku í íslensku sem við vinnum síðan með yfir vikuna í skólanum. Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu verkefni með okkur, nota orðin með börnunum...

Vistheimt 5.-7.bekkur

Föstudaginn 29. sept. hélt 5. 6. og 7. bekkur á Skaftholtsfjall.  Fulltrúi Landgræðslunnar Anna Sigríður Valdimarsdóttir hitti okkur þar.  Við skoðuðum tilraunareitina sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár.  Við tókum upp tepoka sem við höfðum sett niður síðasta vor.  Tepokarnir verða sendir erlendis til rannsóknar og hvernig niðurbrot er...

Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 21. ágúst kl 14:00 Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir: 1.-4. Bekk 14:15 – 14:45 5.-7. Bekk 14:45 – 15:15  Það er ekki skólaakstur.

Skólaslit 2017

  Á þriðjudaginn 30. maí eru skólaslit kl 11:00 í Árnesi. Það er ekki skólaakstur.