Jólaferð í skóginn

Á föstudaginn fórum við í árlegu jólaferðina okkar í skóginn. Við hittum þar Hurðaskellir og Stekkjastaur og dönsuðum með þeim í kringum jólatré. Þá voru unnin jólaverkefni á stöðvum og efniviði var safnað fyrir jólahringekju. Allir fengu síðan heitt kakó og lummur.

Myndasamkeppni

Í tilefni að vinavikunni í skólanum var sett af stað myndasamkeppni í 1.-7.bekk. Hér má sjá þær myndir sem komust í úrslit, en þær eru nú til sýnis í skólanum. Ein mynd verður valin af yngra stigi og ein af því eldra og úrslit verða tilkynnt í næstu viku.

Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Skáld í skóla

Föstudaginn 22. október fengum við til okkar góða gesti. Þau Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland kynntu sig og verk sín og fengu síðan nemendur til að búa til ævintýralega sögu með sér. Nemendur voru hugmyndaríkir og tóku virkan þátt. Frábær skemmtun.