Þriðjudagur 1.febrúar - Brautarholtssund. Tónlistarskóli Árnesinga með kynningu fyrir 1.-2.bekk. Miðvikudagur 2. febrúar - Leiklistarlota byrjar. Halla Guðmundsdóttir kennir leiklist. Fimmtudagur 3. febrúar - Skólahópur Leikholts kemur í skólann. Þriðjudaginn 8. febrúar stefnum við að því að fara í skíðaferð í Bláfjöll. Farið verður með allan skólann snemma morguns og...
Vísindavaka á miðstigi
Í síðustu viku voru tilraunir alls ráðandi á miðstigi.
25. janúar
Eftir að hafa fundað með skólabílstjórum hefur verið tekin ákvörðun um að hafa skólann lokaðan á morgun, þriðjudaginn 25. janúar.
Veðurspá fyrir þriðjudaginn 25. janúar
Nú spáir gulri viðvörun á morgun, 18-25 metrum og útlitið er ekki gott fyrir bíla sem taka á sig vind. Í samráði við skólabílstjóra hefur verið ákveðið að taka stöðuna seinnipartinn í dag með morgundaginn og sendur verður póstur á foreldra þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Foreldraviðtöl miðvikudaginn 19. janúar
Miðvikudaginn 19. janúar verða foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur koma með foreldrum sínum í viðtöl til umsjónarkennara. Við biðjum fólk að huga vel að sóttvörnum, vera með grímu og nota spritt. Þá minnum við á að hægt er að semja við kennara um að fá símaviðtal ef það hentar betur.
Vikan framundan
Mánudagur - Guðný María náms og starfsráðgjafi í skólanum. Miðvikudagur - Opnað fyrir foreldraviðtöl í Mentor. Fimmtudagur - Sígríður hjúkrunarfræðingur í skólanum. Minnum á að á miðvikdaginn í næstu viku, 19. janúar eru foreldraviðtöl. Þá er ekki skóli en nemendur koma með foreldrum sínum í viðtölin.
Skólabyrjun í janúar
Nú fer skólinn í gang eftir jólafríið og við hlökkum til að hitta börnin ykkar á morgun. Það verður kennt samkvæmt stundaskrá og á morgun eiga allir að mæta með sundföt. Við óskum eftir því að nemendur með kvef og flensueinkenni komi ekki í skólann. Endilega hafið samband við umsjónarkennara...
Gleðileg jól
Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla, og farsælt komandi ár. Hlökkum við til að sjá nemendur 4. Janúar
Vikan 13. – 17. desember
Mánudagur – 3.bekkur fær eldvarnarfræðslu frá slökkviliðinu. Miðvikudagur – Svartur dagur/vasaljósadagur. Jólahringekja allan daginn. Unnið í aldursblönduðum hópum. Fimmtudagur – Jólamatur í Árnesi í hádeginu. Föstudagur – Litlu jólin frá kl. 10-12. Nemendur hafa með sér smákökur, drykk, kerti og pakka (ca.1000kr.)
Úrslit í myndasamkeppninni vinátta
Nú höfum við tilkynnt sigurvegara í myndasamkeppninni um vináttu. Á yngra stigi fékk myndin hennar Guðrúnar Renötu flest stig og á eldra stigi var það myndin hennar Jönu sem var stigahæðst. Þær fengu bíomiða fyrir 2 í verðlaun.