Ágrip um skólann

Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur sitt sextándi rekstrarár skólaárið 2020 – 2021. Skólinn var starfræktur undir nafninu Brautarholts- og Gnúpverjaskóli árin 2002-2004. Skeiðaskóli, stofnaður 1933, fékk nafnið Brautarholtsskóli árið 1988. Gnúpverjaskóli fékk sitt nafn þegar byggður var nýr skóli 1986. Gnúpverjaskóli er til orðinn úr Ásaskóla, en Ásaskóli var fyrsti heimavistarskólinn á landinu. Hann tók til starfa 1923.

 
Skólaárið 1999 – 2000 hófu Skeiðahreppur og Gnúpverjahreppur samvinnu um rekstur grunnskóla og urðu Brautarholtsskóli og Gnúpverjaskóli tveir skólar með sameiginlega yfirstjórn. Við sameiningu sveitarfélaganna voru skólarnir sameinaðir, yngri nemendum þ. e. 1. – 4. bekk var kennt í Brautarholtsskóla og nemendum í 5. – 7. bekk í Gnúpverjaskóla. Nú eru allir 45 nemendur skólans í einum skóla Þjórsárskóla í Árnesi. Nemendur í 8. – 10. bekk úr sveitarfélaginu sækja Flúðaskóla.