Annað hvert ár fer skólinn í menningar og skautaferð. Þann 25. apríl héldum við til Reykjavíkur í þessa ferð okkar. Við byrjuðum í Egilshöll að skauta og svo var ætlunin að fara að skoða íshella í Perlunni. Daginn áður kviknaði í Perlunni þannig að við urðum að breyta áætlun. Farið var á Listasafn Árnesinga í Hveragerði og skoðuð sýning um Þjórsá. Þetta var góður og vel heppnaður dagur. Frábært að sjá hvað allir voru sjálfbjarga á skautum. (Hafdís Hafsteinsdóttir)