„Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem fór af stað hér á landi árið 2004 og felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Við í Þjórsársskóla tókum þátt í verkefninu og bjuggu allir nemendur skólans til „skókassa“ sem þeir skreyttu og fylltu af gjöfum. Frábært verkefni sem tengist sjálfbærri þróun.