Þróunarverkefni

Það eru nokkur þróunarverkefni í gangi í skólanum. Við höfum unnið að þeim mislengi. Þessi verkefni skapa meðal annars áherslur okkar í skólastarfinu.

ART er lífsleikni og miðar að því að þjálfa nemendur í félagsfærni, reiðistjórnun og að takast á við aðstæður í samskiptum í daglegu lífi. Þjálfunin er nú í fyrsta skipti hluti af lífsleikninámi allra bekkja.

Grænfáninn er verkefni þar sem umhverfisvitund nemenda er efld. Vinnan lýsis ákveðnum staðli í skólastarfi á Íslandi.

GETA er verkefni sem var í gangi skólaárið 2008-2009, um sjálfbæra þróun og kemur inn á nærsamfélagið og alheiminn. Þar er verið virkja nemendur til að hafa áhrif á heiminn. Áhrifum frá því gætir enn í ýmsum verkefnum skólans og í starfi með Skógrækt ríkisins um skógarkennslu.

Kennsla í þjóðskógi er útikennsla þar sem markmið aðalnámskrár eru kennd á nýjan hátt. Samstarfssamningur er í gildi til vorsins 2011 við Skógrækt ríkisins. Sprotasjóður hefur styrkt skólann til að efla námsmat í skógarkennslu skólaárið 2010-2011. Sjá skýrslan {phocadownload view=file|id=43|text=hér|target=s} .

Þjórsárskóli er þátttakandi í þróunarverkefninu „Heilsueflandi grunnskóli“ og er nú að hefja sitt annað starfsár sem slíkur. Meginmarkmið heilsueflandi grunnskóla er að stuðla að góðum skólabrag og hafa jákvæð áhrif á lífshætti, heislu og almenna velferð nemenda.

 

Þjórsárskóli sótti um að taka þátt í þróunarverkefni í skák.  Verkefnið er á vegum Skáksambandsins og Mennta og menningarráðuneytisins og heitir skák eflir skóla- kennari verður skákkennari. Verkefnastjóri í Þjórsárskóla er Hafdís Hafsteinsdóttir. Alls eru 10 skólar á landinu sem taka þátt.  Í Þjórsárskóla var það  1.-4. Bekkur sem fengu tilraunakennslu í skák veturinn 2015-2016. Árið 2016-2017 var skak á stundatöflunni hjá 3.-7. bekk. Skólaárið 2017-2018 verður skak kennt í lotum.