Þjórsárskóli var settur þriðjudaginn 21. ágúst. Eftir skólasetningu var kynning á námsefni og áherslum vetrarins í bekkjarstofum barnanna. Þetta skólaárið eru 46 nemendur í skólanum.
Í fyrstu vikunni af skólanum var farið í hina árlegu útilegu. Veðrið lék við okkur og unnið var á stöðvum. Hjá yngra stiginu var áherslan á leiki og fyrirmæli en hjá eldri nemendur var m.a. verið að grisja, fræðast um umhverfið og efniviði var safnað fyrir veturinn.
Seinnipartinn voru reistar tjaldbúðir, grillaðir voru sykurpúðar og nemendur sváfu í tjöldum ásamt starfsfólki skólans og nokkrum foreldrum.
Seinni daginn var nemendum blandað sama og farið var í ratleik þar sem leysa áttu ýmsar þrautir tengdar námsgreinum. Útilegan er liður í því að vinna með jákvæðan skólabrag og bera virðingu hvert fyrir öðru og umhverfinu.