Skógarferð

skogarf.30.03Skógarferð var farin mánudaginn 30. mars. Þema dagsins var listir og páskar, unnu nemendur verkefni í skóginum tengd því. Veður var bjart og fagurt en kalt og snjór yfir öllu og voru nokkrir nemendur með kaldar tær. Hitað var kakó yfir eldi og borðaðar samlokur með. Ferðin heppnaðist í alla staði vel og fóru nemendur glaðir heim með páskaegg.

Eldri fréttir