Samstarf við leikskólann leikholt

Samstarf við leikskólann Leikholt

Í samræmi við lög, reglugerðir, skólastefnu Skeiða- og Gnúpverjahrepps og út frá reynslu af samstarfi skólastiganna er skipulagt samstarf skólanna. Elstu nemendur Leikholts koma á hverjum vetri í heimsókn í allt að 14-18 skipti yfir skólaárið sem starfsmenn skólanna skipuleggja nánar hverju sinni. Hver heimsókn er að jafnaði um 4 klst í Þjórsárskóla. Starfsmaður leikskóla fylgir leikskólanemendum í grunnskólann þegar fjöldi nemenda er þannig að þörf er á slíku. Ef starfsmaður leikskólans fylgir ekki er skólabíll Þjórsárskóla nýttur í akstur til og frá skóla og umsjónarkennari 1. bekkjar tekur á móti leikskólanemendum. Leikskólanemendur taka þátt í sem flestum kennslugreinum og aðstæðum sem 1. bekkur er í þann dag sem heimsóknin varir. Nemendur 1. bekkjar heimsækja leikskólann 2-3 sinnum fyrsta starfsárið sitt í Þjórsárskóla. Umsjónaraðilar samstarfsins er Haukur fyrir leikskólann og Kristín fyrir grunnskólann.

http://skeidgnup.is/efni/leiksk%C3%B3linn-leikholt

{phocadownload view=file|id=109|text=Skýrsla2012-2013|target=s}

{phocadownload view=file|id=193|target=s}

{phocadownload view=file|id=192|target=s}

{phocadownload view=file|id=226|target=s}

{phocadownload view=file|id=333|target=s}