Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 9. desember. Veðrið var stillt og fallegt og hitastig við frostmark. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatréð og sungum jólalög. Bakaðar voru lummur og allir fengu heitt kakó. Eftir að allir höfðu fengið hressinguna var farið í leiki og þrautir, þemað voru jólasveinarnir 13.