Skóli hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 8,20. Þennan dag fara nemendur heim kl. 11,00 en kennsla hefst svo skv. stundatöflu á þriðjudag.
Innkaup 5.-7. bekk fyrir skólaárið 2009-2010.
2 A4 reikningsbækur
1 A4 stílabók með gormum
1 harðspjaldamappa
2 A4 stílabækur (ekki gorma)
2 A5 stílabækur
Í pennaveski eiga að vera: blýantur, stroklegður, reglustika, trélitir, hringfari, gráðubogi, vasareiknir, pennar.
Við hvetjum ykkur til að fullnýta bækur hefti og stílabækur frá síðasta vetri.
Innkaup 1.-4. bekk fyrir skólaárið 2009-2010.
Umsjónarkennarar í 1.-4. bekk eru að skoða möguleika á því að kaupa sameiginlega inn fyrir nemendur sína. Verið er að leita tilboða í gögnin sem þarf á hópinn. Þegar það liggur fyrir verður sent út til ykkar upphæðin sem þið ættuð að greiða fyrir öll gögn vetrarins. Þetta er gert til að mæta óskum foreldra frá síðasta hausti um að skólinn sinni þessu og einnig til að tryggja að öll gögn/áhöld verði alltaf til í skólanum fyrir alla nemendur yngsta stigs. Umsjónarkennarar munu verða í sambandi við foreldra á næstu dögum.