Fjárhúsferð

fjarhusferdFöstudaginn 22. maí fór 1.– 4. bekkkur  í heimskókn  í fjárhúsið í Eystra-Geldingaholti en þar var sauðburður á fullu.   Farið var gangandi og tók gangan um 20 mínútur hvora leið.  Nemendum var skipt í hópa þegar á áfangastað kom, einn hópur í einu fylgdist með kindunum á meðan aðrir busluðu í læknum við fjárhúsið.  Boðið var upp á ávexti og kex úti í  náttúrunni og þeir sem vildu gátu fengið ískalt vatn að drekka úr fjárhúskrananum. Mörg lömb voru nýfædd en því miður fæddust engin  meðan á heimskókninni stóð. Nemendur fengu að halda á lömbum og skoða það sem þeir vildu í fjárhúsinu og  vöktu stóru hrútarnir mikla athygli.  Allir virtust ánægðir í lok ferðar og mátti ekki á milli sjá hvort skemmtilegra var í fjárhúsinu eða að leika sér í læknum.

Eldri fréttir