Þriðjudaginn 14.apríl fóru nemendur og kennarar Þjórsárskóla að skoða orkusýninguna í Búrfelli og einnig skoðuðum við Þjóðveldisbæinn utan frá. Guðni Árnason tók á móti okkur í Búrfelli og sagði okkur frá og sýndi okkur ýmislegt forvitnilegt í tengslum við orku og notkun hennar. Eldri nemendur gengu síðan að Þjóðveldisbænum og þeir yngri gengu þaðan. Ferðin var í alla stað vel heppnuð og er heim var komið snæddum við dýrindis saltkjöt sem Stína kokkur eldaði af sinni alkunnu snilld.