Náttfatadagur
Þann 23 janúar var náttfatadagur hér í skólanum. Nemendur mættu í náttfötum og skemmtu sér vel. Hefðbundin kennsla var í skólanum en óneitanlega myndaðist öðruvísi stemning. Þetta var hugmynd sem kom frá nemendafélaginu og gaman var að verða við þessari beiðni þeirra. Kennarar tóku einnig þátt í þessari uppákomu.