Í vikunni fengum við skemmtilega fræðslu frá Árdísi kennara um fjallferðir, smalamennsku og réttir. Afréttarkortið var hengt upp og að morgni skóladags fylgdumst við með því hvert fjallmenn færu í dag, hvaða svæði væri smalað og í hvað húsi væri gist. Fræðslan náði vel til nemenda enda eiga margir foreldra eða ættingja á fjalli þetta skólaárið.