Unnið að uppbyggingu og breytingum á Þjórsárskóla

Starfsmenn hafa hitt Halla sveitastjóra og Vilborgu, formann skólanefndar nokkrum sinnum nú á haustdögum. Verið er að safna hugmyndum og fara af stað í að byggja upp og efla enn betra skólasamfélag í Þjórsárskóla. Við horfum björtum augum fram á veginn.

Vikan framundan

Þriðjudagur 26. september - Verður opnað fyrir skráningu í foreldraviðtöl sem verða 3. október Fimmtudagur 28.september - Skóla lýkur hjá öllum nemendum kl. 12.15 vegna Kennaraþings. Skólahópur Leikholts verður hjá okkur fram að hádegi. Föstudagur 29. september - Starfsdagur kennara. Enginn skóli.