Vordagar

Þriðjudagur – Íþróttadagur

Dagurinn byrjaði með spennandi sundkeppni í Brautarholti og síðan var grillveisla hjá Gauta í hádeginu. Eftir hádegi voru íþróttastöðvar. Stöðvarnar voru hinar skemmtilegustu: stígvéla kast, skotbolti, boðhlaup með egg og grjónapúða og pókó.
 1    

Miðvikudagur – Vorverk

Nemendum var skipt í stöðvar og fóru í ýmis vorverk á skólalóðinni: sópa stéttar, gróðursetja lítil og stór tré, bera á áburð og merkja og mæla tré. Eftir hádegi fóru síðan allir niður að Kálfá að sulla og vaða í yndislegu veðri.
5  7  8

Fimmtudagur – Vorferðir

Nemendur í  1.-4. bekk fóru í Skálholt, í gróðastöðina Engi og í Slakka.

Nemendur í 5.-7. bekk fóru á safnið á Skógum og að Seljalandsfossi.

Þrátt fyrir mikla rigningu þennan dag skemmtu allir sér konunglega.
4   

Við hvetjum ykkur skoða fleiri myndir á heimasíðunni.