Vor í skóginum
Í dag var síðasti dagur í skóginum á þessu skólaári. Nú er komið nýtt skýli sem er stærra og skapar enn betri aðstöðu fyrir okkur á næsta skólaári. Nemendur og starfsmenn hlupu skógar-skólahlaup,skólans, samtals 144 km, í tilefni vorsins, lærðu stærðfræði og sulluðu í ánni. Það var hlýtt veður þó sólin skini ekki. Nemendur höfðu gaman af að vaða í ánni og kennarar létu ekki sitt eftir liggja, eins og sjá má á myndunum í myndasafninu hér á síðunni. Margir nemendur fóru djúpt á meðan aðrir létu bera sig yfir kalda ána. Þetta var skemmtilegur dagur.