Útinám 3.- 4. bekkur
Þegar frosthörkur verða miklar þá er erfitt fyrir litlu smáfuglana að finna sér æti. Nemendur í 3.-4. bekk eru í útivist einu sinni í viku með Selmu kennara og hafa þau nýtt tímann í að búa til fuglafóður með kókosolíu og fræjum. Úti í 9 stiga frosti söfnuðust börnin saman fyrir framan skólann og tóku saman fuglamatinn sem þau höfðu búið til. Sumt af matnum var hengt upp í tré og annað var dreift ofan á nærliggjandi garðbekk. Árangurinn lét ekki á sér standa því fljótlega voru litlu vinirnir komnir í veisluborðið og tóku hresslega til matarins, börnunum til mikillar gleði.