Útilega í skóginum
Þjórsárskóli hóf skólaárið með útilegu í síðustu viku. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt ásamt fjölmörgum foreldrum á mismunandi tímum. Yngsti árgangurinn gisti ekki skóginum nema þeir sem höfðu foreldra með sér yfir nóttina. Í ár fengum við sól og hlýindi yfir daginn sem allir nýttu sér vel. Um nóttina var kalt en það er ekki að sjá að neinum hafi orðið meint af. Skógarútilegan er skemmtileg viðbót við skólastarfið þar sem allir taka jafnan þátt í að láta allt ganga upp. Það er kemmtilegt að sjá hvernig hópurinn í heild hristist vel saman í þessari ferð. Nýir nemendur voru orðnir hluti af hópnum á skammri stundu og allir léku sér saman í leikjum sem nýttu umhverfið, skóginn, opin svæði og fleira til hins ýtrasta. Þakka ykkur foreldrar, nemendur og starfsfólk fyrir frábæra ferð.