Útilega

Í fyrstu vikunni á skólanum förum við árlega í útilegu inn í Þjórsársdal. Lagt var af stað á fimmtudegi og byrjað var á því að vinna á fjölbreyttum stöðvum. Þar vorum við að grisja, vinna með íslensk orð, tálga, skoða skordýr og plöntur og undirbúa aðstöðuna okkar. Seinnipartinn voru síðan settar upp tjaldbúðir. Um kvöldið naut fólk veðurblíðunnar og átti góðar stundir saman.

Gist var í tjöldum sem nemendur settu sjálfir upp með aðstoð. Á föstudagsmorgninum var síðan farið í ratleik þar sem nemendur leystu hinar ýmsu þrautir og áherslan var á samvinnu eldri og yngri nemenda.

Útilegan var vel heppnuð og er góður liður í að efla samheldni í hópnum eftir sumarið.