Útikennsla
Frá því í haust hafa krakkarnir í 7. bekk verið í verkefni með Lilju, sem við köllum „Kálfá“. Þá förum við einu sinni í mánuði, göngum sömu vegalengdina frá Nónsteini og að gömlu Kálfárbrúnni, þau taka minnispunkta hvað þau sjá á leiðinni og teknar eru myndir. Þeim er síðan skipt í hópa þar sem þau taka saman minnispunktana og færa inn á veggspjald ásamt myndum. Markmiðið er að sjá breytingar á og við ánna eftir árstímum.