Úrslit í skólakeppni
Í dag voru valdir fulltrúar Þjórsárskóla til að taka þátt í lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin 17. mars í Félagslundi í Flóa. Upplestur nemenda var mjög góður, jafn og áheyrilegur og hefur hópurinn verið duglegur að æfa sig og sýnt metnað í upplestrinum. Dómarar í dag voru Jenný Jóhannsdóttir kennari yngri barna og Halla Guðmundsdóttir leikari. Fulltrúar skólans verða Ágúst Guðnason og Gerður Arna Guðjónsdóttir og til vara eru Anton Gabriel I Winter og Gylfi Dagur Leifsson. Stefnt er að því að fara með allan 7. bekk á lokahátíðina þann 17. mars kl.15:00 til að hvetja fulltrúa skólans.