Sundkeppni

Sundkeppni

sigurvegarar í sundkeppniMánudaginn 17. maí fór sundkeppni skólans fram í Brautarholti. Það voru 5.-7. bekkur sem kepptu. Andrea Ýr vann stúlkurnar, Dýrfinna varð í öðru sæti og Sesselja í því þriðja. Gylfi Dagur fór með sigur í strákaflokki, þá varð Arnþór Ósmann annar og Arnþór Ingvar í því þriðja. Leikskólakrakkar komu og fylgdust með keppninni. Að lokinni keppni var Bente íþróttakennara hent út í laugina og allir nemendur og kennarar skelltu sér í leiksund fram að hádegi. Það var mikið fjör og eru myndir á heimasíðunni.