Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin


Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður í Árnesi föstudaginn 6.mars nk. kl 14.00.  Undanúrslitin voru í Þjórsárskóla og komust Bergsveinn og Einar Ágúst áfram.  Þeir eru búnir að fá heftin fyrir aðalkeppnina og æfa þar ljóð og annars konar texta af fullum krafti fram að keppni.  Allir strákarnir í 7. bekk hafa staðið sig með prýði við undirbúninginn. Þeir flytja textann af öryggi og innlifun.