Söngvakeppni
Söngvakeppni var haldin í skólanum á fimmtudag. Það voru 12 flytjendur sem fluttu 8 lög. Nemendur úr kór skólans, í 4.-7. bekk höfðu þátttökurétt. Keppnin var stórsigur fyrir marga, þó eingöngu þrír næðu verðlaunapalli. Þarna voru allir nemendur í hlutverkum. Það voru ljósamenn, hljóðmenn og dyraverðir, fyrir utan söngfólkið. Allt skipti þetta máli til að gera stundina sem besta fyrir alla. Ljósbrá Loftsdóttir varð í 1. sæti, Sigríður Lára Jónasdóttir í 2. sæti og Dísa Björk Birkisdóttir í 3. sæti. Dómarar voru Lilja Loftsdóttir og K. Kristín Daníelsdóttir. Það var Stefán Þorleifsson sem æfði nemendur og skipulagði keppnina. Á myndinni má sjá stemninguna hjá áhorfendum. Margar skemmtilegar myndir er að finna undir flipanum myndir hér á síðunni.