Skólasetning

Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla fer fram í sal skólans miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta með nemendum þennan fyrsta dag.  Ef óskað er eftir akstri milli heimilis og skóla þá hafið samband við skólann í síðasta lagi daginn áður og látið vita. Nemendur hitta kennara þennan dag, fá afhentar stundatöflur, ýmsar hagnýtar upplýsingar og farið verður yfir skipulag fyrstu skóladagana sem verða í skóginum. Áætluð heimferð er um kl. 16:00.