Skólabyrjun í janúar
Nú fer skólinn í gang eftir jólafríið og við hlökkum til að hitta börnin ykkar á morgun. Það verður kennt samkvæmt stundaskrá og á morgun eiga allir að mæta með sundföt.
Við óskum eftir því að nemendur með kvef og flensueinkenni komi ekki í skólann. Endilega hafið samband við umsjónarkennara ef þið hafið einhverjar spurningar. Það er mikilvægt að við pössum upp á hvort annað.
Þar sem nemendur eru undir 50 í skólanum getum við kennt eftir stundaskrá og mötuneytið starfar með eðlilegum hætti.
Ef foreldrar hafa erindi í skólann óskum við eftir því að þeir beri grímu.