Skógarkennsla
Í dag var skógarkennsla hjá öllum nemendum fyrir hádegi. Kennslu var skipt í yngri og eldri hóp og svo aftur í minni hópa innan hvors hóps. Verkefni sem unnin voru tóku mið af markmiðum og kennsluefni í íslensku, samfélags/náttúrurfræði og stærðfræði. Skipulag var í höndum Stefaníu Eyþórsdóttur kennaranema sem jafnframt stýrði kennslunni og starfi eldri nemenda ásamst kennurum skólans. Yngri hópurinn var í sambærilegum verkefnum sem voru útfærð af kennurum skólans sem jafnframt sinntu kennslu. Veður var gott og nemendum vannst vel. Fleiri myndir eru í myndasafninu.