Skógardagur

skógardagur12.marsÍ dag fóru allir nemendur skólans í skóginn í Þjórsárdal. Þema dagsins var enska og var unnið sérstaklega með liti, dýr, ávexti og að framkvæma eftir fyrirmælum. Hópnum var skipt í yngri og eldri hóp fyrir kaffihlé. Eftir kaffitíma var hvorum hóp fyrir sig skipt í smærri hópa og farið í stöðvaþjálfun með eldri  en þau yngri unnu í tvennu lagi ákveðna námsleiki. Við fórum af stað um
9-leytið og komum heim í hádegismat. Veðrið var frábært, sól og 0°c.
Dagurinn heppnaðist mjög vel og við hlökkum strax til næsta ferðar sem verður mánudaginn 30 mars.

Eldri fréttir