Skíðaferð
Dagana 11. -12. febrúar fóru 4. -.7. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Gist var eina nótt í Breiðabliksskálanum og var öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir, 10 stiga frost og vindur. Þrátt fyrir það nýttist fyrri dagurinn alveg til fulls og engum datt í hug að kvarta um kulda. Börnin stóðu sig frábærlega vel og voru öll orðin sjálfbjarga um hádegisbil. Áhuginn var svo mikill að þau máttu varla vera að því að fá sér að borða. Eftir sameiginlegan kvöldmat héldu sumir áfram að skíða en aðrir nýttu tímann í spjall og eða spil. Með í ferðinni voru 3 foreldrar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir alla aðstoðina. Seinni daginn gátum við ekki skíðað vegna veðurs og því var haldið fyrr af stað heim. Óhætt er að segja að allir höfðu gagn og gaman að þessari ferð og var hegðun barnanna til fyrirmyndar. Kveðjur, Hafdís ,Bente og Inga Maja.