Skauta og menningarferð
Miðvikudaginn 3. febrúar fórum við í skauta og menningarferð til Reykjavíkur. Við byrjuðum í Egilshöll þar sem farið var á skauta. Allir voru duglegir að æfa sig, sumir fóru í íshokkí, aðrir í leiki. Við áttum góða stund saman og þegar búið var að skauta fengu allir pítsur.
Þá var ferðinni haldið í Þjóðminjasafnið. Þar var vel tekið á móti okkur og nemendum var skipt í tvo hópa. Yngri nemendur fengu fræðslu um safnið og fengu að skoða og prófa gamla hluti. Eldri nemendur fengu fræðslu um víkingatímann og landnámsmenn og fengu að klæða sig í búninga frá tímabilinu. Nemendur voru til fyrirmyndar í alla staði, voru kurteisir, sýndu mikinn áhuga og spurðu góðra spurninga. Fleiri myndir frá ferðinni má finna á heimasíðu skólans.