Skauta- og listaferð
Í dag fórum við öll í Egilshöll á skauta og svo á Listasafn Árnesinga að skoða íslenska myndlist. Dagurinn var skemmtilegur og krakkarnir stóðu sig vel. Allir fóru á skauta og voru farnir að standa sjálfir og renna sér. Hópur var mestan tíma í íshokkí á meðan aðrir æfðu sig hinum megin á svellinu. Það var ótrúlegt að sjá dugnað nemenda á svellinu. Í hádeginu fengum við pizzu og gos áður en haldið var í Hveragerði í Listasafnið. Umgengnin í Höllinni var til fyrirmyndar og höfðu starfsmenn á orði hversu vel hópurinn gekk frá eftir sig.
Á Listasafni Árnesinga var hópnum skipt í tvennt og fengu kynningu á tilurð sýningarinnar og listaverkunum. Ekki gafst tími í verkefni á safninu en unnið verður úr ferðinni í skólanum. Aftur stóðu krakkarnir sig vel og voru mjög einbeitt á safninu. Að lokum var komið í skólann aðeins seinna en til stóð en allir ánægðir. Bílstjórinn frá Guðmundi Tyrfingssyni var ánægður með umgengni í bílnum sem var mjög góð. Flott að geta verið með svona umsagnir um hópinn okkar í heild.