Skáld í skólum – Veiðilendur ævintýranna

Við fengum til okkar í heimsókn barnabókahöfundana Arndísi Þórarinsdóttur og Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Þær sögðu okkur m.a. frá uppáhaldsbókunum sínum og því hvernig þær veiða hugmyndir fyrir bækurnar sínar og hvernig hugmyndirnar verða síðan að sögum. Þá lásu þær fyrir okkur brot úr nýjustu bókunum sínum: Nærbuxnaverksmiðjan eftir Arndísi og Langelstur í leynifélaginu eftir Bergrúnu. Lifandi og skemmtileg kynning hjá þeim stöllum sem ýtti frekar undir áhuga nemenda til þess að skrifa sögur.