Síðasti skóladagur

Síðasti skóladagur

vatnsslagurFimmtudagurinn 27. maí var síðasti skóladagur nemenda í skólanum. Þá var skipulögð stöðvavinna með leik og fjöri sem endaði með allsherjar vatnsslag. Að loknum leik grilluðu nemendur í 6. bekk pylsur fyrir samnemendur og starfsmenn og allir borðuðu úti. Að lokum gáfu Bergleif og Jóhanna öllum ís með þakklæti fyrir veturinn. Veðrið lék við okkur þennan dag. Allra síðasta mæting nemenda þetta skólaár er á skólaslit í Árnesi á mánudag kl. 16:00. Þá verða ýmis verk til sýnis, einkunnir afhentar og reynt að koma óskilamunum á rétta staði.